Það hefur gránað
í fjöll,
og haustvindarnir
æða naprir
milli húsa.

Samt hlakka ég
til komandi vetrar.

Þegar áin streymir
milli skara,
og raddirnar
berast óravegu
í stillunum

milli
okkar tveggja,

í mánuðinum
með járnnafnið.
Þegar orðin eru
einsog kalt stál

og thað er málmbragð
milli tanna.